4.6.2015

Skipulag Símasamstæðunnar og aðgerðir til að efla samkeppni á fjarskiptamarkaði – Breyting á ákvörðun nr. 6/2013

Þann 28. janúar 2015 greindi Samkeppniseftirlitið frá því á heimasíðu sinni að heimiluð hafi verið sameining Skipta hf. og Símans hf. Forsenda samstarfsins er að aðilar hafa gert sátt við Samkeppniseftirlitið um að hlíta ítarlegum skilyrðum m.a. til að auka sjálfstæði Mílu ehf. í því skyni að vinna gegn því að sameining félaganna raski samkeppni á fjarskiptamarkaði.

Samkeppniseftirlitið hefur nú birt ítarlega ákvörðun, nr. 6/2015, á heimasíðu sinni. Þar er fjallað um þau skilyrði sem sett eru fyrir sameiningunni og rakin meðferð málsins og sjónarmið aðila á markaði. Frétt vegna málsins, dags. 28. janúar 2015, má nálgast hér.