25.7.2015

Vegna umfjöllunar um rannsókn Samkeppniseftirlitsins á MS

MjólkurvörurVegna umfjöllunar í fjölmiðlum um rannsókn Samkeppniseftirlitsins á Mjólkursamsölunni skal eftirfarandi tekið fram:

Samkeppniseftirlitið hefur nú til rannsóknar ætlaða misnotkun MS á markaðsráðandi stöðu sinni, en áfrýjunarnefnd samkeppnismála lagði fyrir eftirlitið að rannsaka málið frekar þar sem að MS hefði látið undir höfuð leggjast að láta eftirlitinu í té mikilvæg gögn við fyrri rannsókn málsins. Jafnframt er nú til rannsóknar hvers vegna umrædd gögn voru ekki lögð fyrir eftirlitið við fyrri rannsókn, en viðurlög geta legið við því að halda upplýsingum frá eftirlitinu. Nánari grein er gerð fyrir þessu í frétt á heimasíðu eftirlitsins, dags. 16. desember síðastliðinn.

Rannsókn eftirlitsins miðar vel og er henni hraðað eftir því sem kostur er.