3.12.2015

Auður Finnbogadóttir skipuð formaður stjórnar Samkeppniseftirlitsins

Iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur skipað Auði Finnbogadóttur sem formann stjórnar Samkeppniseftirlitins í stað Kristínar Haraldsdóttur sem baðst lausnar frá stjórnarsetu. Skipunin gildir frá 1. desember 2015 til 26. ágúst 2017.

Auður er viðskiptafræðingur frá University of Colorado í Bandaríkjunum og með MBA próf frá Háskólanum í Reykjavík. Hún hefur fjölbreytta starfsreynslu úr atvinnulífinu og hefur setið í stjórn í fjölda fyrirtækja.

Þá hefur ráðherra skipað Eyvind G. Gunnarsson í aðalstjórn Samkeppniseftirlitins en hann hefur setið í varastjórn þess og þau Ingva Má Pálsson, skrifstofustjóra og Jóhönnu Katrínu Magnúsdóttur, lögmann sem varamenn í stjórn eftirlitsins.