23.3.2016

Úrlausnir erlendra samkeppnisyfirvalda sem geta haft þýðingu hér á landi

Hollensk samkeppnisyfirvöld greindu frá því dag að þau hefðu lagt sektir á Eimskip, Samskip og tvö önnur fyrirtæki vegna alvarlegs ólögmæts samráðs á frystigeymslumarkaðnum í Hollandi. Sjá nánar fréttatilkynningu hollenska Samkeppniseftirlitsins:

https://www.acm.nl/en/publications/publication/15609/ACM-imposed-fines-of-EUR-125-million-on-cold-storage-firms/

Framkvæmdastjórn ESB komst að þeirri niðurstöðu að samruni lyfjafyrirtækjanna Allergan og Teva raskaði samkeppni m.a. á Íslandi.  Samruninn var hins vegar heimilaður á grundvelli skilyrða sem m.a. felast í því að hið sameinaða fyrirtæki selji frá sér tiltekin lyf sem eru eða munu vera markaðsett hér á landi. Framkvæmdastjórnin hafði lögsögu í málinu í samræmi við samkeppnisreglur EES-samningsins. Sjá nánar fréttatilkynningu framkvæmdastjórnarinnar.

http://europa.eu/rapid/press-release_IP-16-727_en.htm