2.10.2020

Kæru Pennans ehf. vísað frá

Þann 13. ágúst sl. kærði Penninn ehf. bráðabirgðaákvörðun Samkeppniseftirlitsins frá 16. júlí 2020 um sennilega misnotkun Pennans á markaðsráðandi stöð. Með úrskurði sínum nr. 2/2020, frá 22. september sl., vísaði áfrýjunarnefnd samkeppnismála kæru Pennans ehf. frá.

Mál þetta á rætur að rekja til bráðabirgðaákvörðunar Samkeppniseftirlitsins nr. 1/2020, en þar komst eftirlitið að þeirri niðurstöðu að ákvörðun Pennans ehf., að taka bækur eins bókaútgefanda úr verslunum sínum, hefði ekki stuðst við málefnalegar forsendur.

Sjá nánar úrskurð nefndarinnar hér.