8.11.2021

Samkeppniseftirlitið leitar sjónarmiða vegna kaupa ríkissjóðs Íslands á Auðkenni ehf

  • Audke

Samkeppniseftirlitið hefur til meðferðar fyrirhuguð kaup ríkissjóðs Íslands á rekstri Auðkennis ehf. Ríkissjóður Íslands hefur nú þegar undirritað kaupsamninga við alla hluthafa Auðkennis um kaup á öllu hlutafé félagsins með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. Auðkenni starfar á markaði með auðkennis- og traustþjónustu, annast útgáfu rafrænna skilríkja og rekstur innviða slíkrar þjónustu.

Samkeppniseftirlitið hefur það hlutverk samkvæmt samkeppnislögum að rannsaka samruna og ber í því sambandi að leggja mat á það hvort samruni fyrirtækja raski samkeppni með umtalsverðum hætti og skaði þar með hagsmuni almennings eða atvinnulífs. Við mat á áhrifum samruna aflar Samkeppniseftirlitið gagna frá aðilum sem eftir atvikum geta verið viðskiptavinir eða keppinautar samrunaaðila, eða tengst mörkuðum málsins með einhverjum öðrum hætti.

Samkeppniseftirlitið veitir hér með þeim sem telja sig hafa hagsmuna að gæta vegna samrunans færi á því að koma að sjónarmiðum vegna hans. Þess er óskað að umsagnir vegna samrunans berist eigi síðar en kl. 16:00, þann 12. nóvember nk. á netfangið olafur.sigmundsson@samkeppni.is.

Hjálagt:

Umsagnarbeiðni