22.12.2021

Ársskýrsla Samkeppniseftirlitsins 2020 komin út

  • Forsida-Arsskyrsla

Ársskýrsla Samkeppniseftirlitsins fyrir 2020 er komin út. Skýrslunni er ætlað að veita handhægan aðgang að því starfi sem fram fór á árinu en í henni er meðal annars farið yfir tölulegar upplýsingar, rannsóknir og verkefni á árinu, málsvarahlutverk Samkeppniseftirlitsins auk þess sem í henni má finna yfirlit yfir stjórnvaldssektir og margt fleira.

Hér má nálgast ársskýrslu Samkeppniseftirlitsins 2020.

Í skýrslunni er fjöldi hlekkja sem gefa lesanda tækifæri til að kafa dýpra í vissa þætti en þetta er í fyrsta skipti frá árinu 2012 sem Samkeppniseftirlitið gefur út árskýrslu. Með breytingum á samkeppnislögum sem samþykktar voru um mitt ár 2020 var lögð sú skylda á Samkeppniseftirlitið að gefa út ársskýrslu um starfsemi sína.

Síðustu ár hefur Samkeppniseftirlitið lagt áherslu á útgáfu ýmissa skýrslna um samkeppnismál auk þess að rækta málsvarahlutverk sitt meðal annars með fundahaldi, ráðstefnum og miðlun upplýsinga um starfsemina á heimasíðu eftirlitsins. 

Ársskýrsla Samkeppniseftirlitsins 2020:

Forsida-Arsskyrsla