9.7.1999

Yfirtaka Baugs hf. á verslunarkeðjunni 10-11

Baugur_group_logoÁ fundi sínum þann 6. júlí sl. tók samkeppnisráð ákvörðun (nr. 18/1999) vegna yfirtöku Baugs hf. á Vöruveltunni hf., sem rekið hefur 10-11 verslanirnar. Baugur keypti öll hlutabréf í Vöruveltunni þann 21. maí sl. og yfirtók þar með rekstur verslunarkeðjunnar 10-11. Í ákvörðun sinni kemst samkeppnisráð að þeirri niðurstöðu að með hliðsjón af túlkun dómstóla á samrunaákvæði samkeppnislaga séu ekki lagalegar forsendur, á grundvelli þess ákvæðis, fyrir íhlutun samkeppnisyfirvalda í yfirtöku Baugs á Vöruveltunni.

Óháð þessari niðurstöðu samkeppnisráðs verður áfram unnið að ítarlegri athugun á samkeppnis- og viðskiptaháttum á matvörumarkaðnum sem hófst fyrir nokkru.

Fréttatilkynning á PDF formi (PDF skjal - Opnast í nýjum glugga)