7.10.1999

Vetraráætlun Flugfélags Íslands

Flugfelag_Islands_logoSamkeppnisráð hefur tekið ákvörðun (nr. 26/1999) um að nýtt miðdegisflug Flugfélags Íslands á milli Reykjavíkur og Egilsstaða, samkvæmt vetraráætlun félagsins, brjóti gegn ákvæðum samkeppnislaga. Flugfélaginu er því óheimilt að fljúga miðdegisflug eftir vetraráætlun á umræddri leið.

Flugfélag Íslands, sem er markaðsráðandi í innanlandsflugi, tilkynnti í nýrri áætlun fyrir komandi vetur að félagið mundi bæta miðdegisflugi á milli Reykjavíkur og Egilsstaða við áætlun félagsins frá síðasta vetri. Þetta gerði félagið þrátt fyrir að samkeppnisráð og áfrýjunarnefnd samkeppnismála hafi komist að þeirri niðurstöðu á síðasta vetri, að aukið ferðaframboð Flugfélagsins á umræddum tíma, mundi leiða til þess að áætlunarflug keppinautarins Íslandsflugs, sem er miðdegisflug, legðist af.

Fréttatilkynning á PDF formi (PDF skjal - Opnast í nýjum glugga).