2.2.2001

Samkeppnisráð afturkallar fyrri ákvörðun sína varðandi kaup Grænmetis ehf. á Ágæti hf.

Á fundi sínum hinn 2. febrúar afturkallaði samkeppnisráð eldri ákvörðun sína frá 17. desember 1999 (ákvörðun nr. 44/1999) um að hafast ekki að vegna yfirtöku Grænmetis ehf. á fyrirtækinu Ágæti hf., sem annast innflutning og heildsöludreifingu á grænmeti og ávöxtum. Samkeppnisráð komst að þeirri niðurstöðu, að Búnaðarbanki Íslands, Sölufélag garðyrkjumanna og Grænmeti ehf. hafi veitt vísvitandi rangar upplýsingar í sambandi við kaupin á árinu 1999 og að í ljós væri komið að ákvörðun ráðsins hefði byggst á röngum forsendum. Mun Samkeppnisstofnun senda lögregluyfirvöldum kæru vegna hinna röngu upplýsinga.

Fréttatilkynning á PDF formi (PDF skjal - Opnast í nýjum glugga).