4.5.2001

Skýrsla Samkeppnisstofnunar um matvörumarkaðinn - Verðlagsþróun í smásölu 1996 til 2000

Þann 31. maí á síðasta ári fól viðskiptaráðherra Samkeppnisstofnun að kanna orsakir verðþróunar á matvöru á síðustu mánuðum ársins 1999 og fyrstu mánuðum ársins 2000. Verðlag á matvörum, sérstaklega innfluttum matvörum, hafði þá hækkað þvert gegn því sem vænta hefði mátt með hliðsjón af gengisþróun og erlendum verðbreytingum.

Viðskiptaráðherra hefur í dag borist skýrsla Samkeppnisstofnunar um könnun stofnunarinnar á verðlagsþróun á matvörumarkaðnum. Nær könnunin yfir tímabilið frá upphafi ársins 1996 til loka ársins 2000. Ennfremur er í skýrslunni fjallað nánar um matvörumarkaðinn og viðskiptahætti verslana og annarra sem á markaðnum starfa. Samkeppnisstofnun kaus að hafa könnunina umfangsmeiri en í upphafi var gert ráð fyrir þannig að hún gæfi gleggri mynd af matvörumarkaðnum og hvernig hann hefur þróast.

Í skýrslu Samkeppnisstofnunar felst almenn athugun á matvörumarkaðnum. Í skýrslunni er því ekki tekin afstaða til þess hvort matvöruverslanir

Fréttatilkynning á PDF formi (PDF skjal - Opnast í nýjum glugga).