18.5.2001

Skýrsla um stjórnunar- og eignatengsl í íslensku atvinnulífi

Þann 18. apríl árið 2000 fól viðskiptaráðherra Samkeppnisstofnun að gera úttekt á stjórnunar- og eignatengslum milli fyrirtækja sem starfa á íslenskum markaði. Áður höfðu þingmenn Samfylkingarinnar lagt fram beiðni þar um á Alþingi. Sambærileg úttekt var gerð fyrir atbeina Alþingis árið 1994.

Skýrslan sem hér er kynnt byggir á tölum frá árinu 1999 en úttektin árið 1994 byggði á tölum frá árinu áður. Á milli áranna 1993 og 1999 hafa orðið miklar breytingar í íslensku atvinnulífi. Nýjar atvinnugreinar hafa orðið til og öðrum hefur vaxið fiskur um hrygg. Nýir eigendur og ný kynslóð stjórnenda hefur komið til sögunnar. Ríkisfyrirtæki hafa verið einkavædd og seld.  Með auknu frelsi í viðskiptum hafa erlend fyrirtæki frjálsari aðgang að íslenska markaðnum.

En þrátt fyrir þessar miklu breytingar í íslensku atvinnulífi og umhverfi þess er eftirtektarvert að niðurstöður þessarar úttektar eru svipaðar niðurstöðum úttektarinnar 1994.

Fréttatilkynning á PDF formi (PDF skjal - Opnast í nýjum glugga).