3.5.2004

Rannsókn á samkeppnishindrandi samstarfi á íslenska vátryggingamarkaðnum

Með ákvörðun samkeppnisráðs, föstudaginn 30. apríl sl., lauk rannsókn samkeppnisyfirvalda á samkeppnishindrandi samstarfi á íslenska vátryggingamarkaðnum. Rannsóknin sem staðið hefur yfir frá því í september 1997 hófst með húsleit hjá Sambandi íslenskra tryggingafélaga (SÍT) og Íslenskri endurtryggingu hf. (ÍE). Rannsóknin hefur verið mjög umfangsmikil og hefur m.a. náð til reksturs samsteypa vátryggingafélaganna, samstarfs innan hagsmunasamtaka o.fl. Þá beindist rannsóknin, í kjölfar erindis frá FÍB í júní 1999, að meintum aðgerðum tryggingafélaganna gegn sk. FÍB-tryggingum og iðgjaldaákvörðunum vegna bifreiðatrygginga.

Aðilar málsins, SÍT, ÍE, Sjóvá-Almennar tryggingar hf., Tryggingamiðstöðin hf. og Vátryggingafélag Íslands hf., hafa sæst á niðurstöðu rannsóknarinnar og munu hlíta þeim fyrirmælum sem samkeppnisráð beinir til þeirra.

Fréttatilkynning á PDF formi (PDF skjal - Opnast í nýjum glugga).