23.5.2005

Samkeppnisráð setur víðtæk skilyrði fyrir samruna á fjarskipta- og fjölmiðlamörkuðum sem eiga að leiða til aukinnar samkeppni

Samkeppnisráð hefur með ákvörðun nr. 12/2005 sett ítarleg skilyrði fyrir annars vegar samruna Landssíma Íslands hf. og Íslenska sjónvarpsfélagsins hf. sem rekur sjónvarpsstöðina Skjá Einn og hins vegar samruna Og fjarskipta hf. (Og Vodafone) og 365 ljósvakamiðla ehf. sem m.a. reka sjónvarpsstöðvarnar Stöð 2 og Sýn. Fyrirtækin hafa sæst á að una skilyrðunum.

Fréttatilkynning á PDF formi (PDF skjal - Opnast í nýjum glugga).