27.10.2005

Umferðarstofa hefur misnotað markaðsráðandi stöðu sína gagnvart Skýrr og þannig brotið gegn samkeppnislögum

Samkeppniseftirlitið hefur komist að þeirri niðurstöðu í ákvörðun sinni nr. 10/2005 að Umferðarstofa hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína á markaði fyrir upplýsingamiðlun úr ökutækjaskrá og þannig brotið gegn samkeppnislögum með eftirfarandi hætti:

  • Með því að hafna Skýrr um aðgang að ökutækjaskrá til að miðla upplýsingum úr skránni með tilteknum hætti
  • Með samkeppnishamlandi tilboði til lögmanna
  • Með ólögmætri þvingun í viðræðum við Skýrr um endursölu á upplýsingum

Í ákvörðuninni mælir Samkeppniseftirlitið fyrir um að Umferðarstofa veiti fyrirtækjum sem þess óska þann aðgang að ökutækjaskrá sem gerir þeim kleift að veita viðskiptavinum sínum sömu þjónustu og Umferðarstofa gerir, að því tilskyldu að tækni- og öryggiskröfum sé fullnægt. Þá er mælt fyrir um fjárhagslegan aðskilnað samkeppnisrekstrar Umferðarstofu annars vegar og lögbundinnar starfsemi stofnunarinnar hins vegar.

Fréttatilkynning á PDF formi (PDF skjal - Opnast í nýjum glugga).