Samkeppni Logo

Sameiginleg yfirlýsing atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis og Samkeppniseftirlitsins um samkeppnismál

31. október 2025

Ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og stjórnarformaður Samkeppniseftirlitsins, hafa undirritað uppfærða sameiginlega yfirlýsingu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins og Samkeppniseftirlitsins um samkeppnismál. Yfirlýsingin var upphaflega gerð árið 2007 en síðan þá hafa orðið umtalsverðar og mikilvægar breytingar á lögum um opinber fjármál, samkeppnislögum og framkvæmd samkeppnismála, sem rétt er að sameiginleg yfirlýsing endurspegli.

Sameiginleg yfirlýsing atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins og Samkeppniseftirlitsins hefur þann tilgang að þjóna sem vegvísir um framkvæmd samkeppnismála og stefnumótunar í málaflokknum og um hlutverk ráðuneytisins annars vegar og Samkeppniseftirlitsins hins vegar um helstu verkefni stjórnvalda á sviði samkeppnismála. Í yfirlýsingunni greinast aðalviðfangsefni Samkeppniseftirlitsins í eftirfarandi þætti: 

  • að framfylgja boðum og bönnum samkeppnislaga og eftir atvikum 53. og 54. gr. EES-samningsins. 
  • að ákveða aðgerðir gegn samkeppnishamlandi aðstæðum eða hegðun fyrirtækja og opinberra aðila, í
    samræmi við samkeppnislög. 
  • að gæta þess að aðgerðir opinberra aðila takmarki ekki samkeppni og benda stjórnvöldum á leiðir til
    þess að gera samkeppni virkari og auðvelda aðgang nýrra aðila að markaði. 
  • að fylgjast með þróun á samkeppnis- og viðskiptaháttum á einstökum mörkuðum í íslensku viðskiptalífi
    og kanna stjórnunar- og eignatengsl milli fyrirtækja.

Þá skal Samkeppniseftirlitið vera virkur þátttakandi í
opinberri umfjöllun um samkeppnismál og kappkosta í starfsemi sinni að efla þekkingu á samkeppnisreglum á
meðal fyrirtækja og almennings. Þá leitast Samkeppniseftirlitið við að auka skilvirkni í starfsemi sinni, m.a. með
því að nýta upplýsingatækni til að auðvelda fyrirtækjum og almenningi samskipti við stofnunina.

Yfirlýsingin er liður í framkvæmd stefnumótunar og árangursmats sem liggur til grundvallar fjármálastefnu og fjármálaáætlunar samkvæmt lögum um opinber fjármál. Þá þjónar yfirlýsingin einnig þeim tilgangi að tryggja sjálfstæði og ábyrgð Samkeppniseftirlitsins á framkvæmd verkefna sinna.

Hér má nálgast yfirlýsinguna.

Leit

Nýr vefur samkeppni.is

Á dögunum var settur í loftið Beta útgáfa af nýjum vef. Við tökum glöð á móti öllum ábendingum og athugasemdum varðandi nýja vefinn í gegnum formið hér að neðan.

"*" indicates required fields

This field is for validation purposes and should be left unchanged.