
Ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og stjórnarformaður Samkeppniseftirlitsins, hafa undirritað uppfærða sameiginlega yfirlýsingu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins og Samkeppniseftirlitsins um samkeppnismál. Yfirlýsingin var upphaflega gerð árið 2007 en síðan þá hafa orðið umtalsverðar og mikilvægar breytingar á lögum um opinber fjármál, samkeppnislögum og framkvæmd samkeppnismála, sem rétt er að sameiginleg yfirlýsing endurspegli.
Sameiginleg yfirlýsing atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins og Samkeppniseftirlitsins hefur þann tilgang að þjóna sem vegvísir um framkvæmd samkeppnismála og stefnumótunar í málaflokknum og um hlutverk ráðuneytisins annars vegar og Samkeppniseftirlitsins hins vegar um helstu verkefni stjórnvalda á sviði samkeppnismála. Í yfirlýsingunni greinast aðalviðfangsefni Samkeppniseftirlitsins í eftirfarandi þætti:
Þá skal Samkeppniseftirlitið vera virkur þátttakandi í
opinberri umfjöllun um samkeppnismál og kappkosta í starfsemi sinni að efla þekkingu á samkeppnisreglum á
meðal fyrirtækja og almennings. Þá leitast Samkeppniseftirlitið við að auka skilvirkni í starfsemi sinni, m.a. með
því að nýta upplýsingatækni til að auðvelda fyrirtækjum og almenningi samskipti við stofnunina.
Yfirlýsingin er liður í framkvæmd stefnumótunar og árangursmats sem liggur til grundvallar fjármálastefnu og fjármálaáætlunar samkvæmt lögum um opinber fjármál. Þá þjónar yfirlýsingin einnig þeim tilgangi að tryggja sjálfstæði og ábyrgð Samkeppniseftirlitsins á framkvæmd verkefna sinna.
"*" indicates required fields