1.9.2020

Umsögn Samkeppniseftirlitsins til fjárlaganefndar vegna ríkisaðstoðar við Icelandair

Samkeppniseftirlitið hefur sent fjárlaganefnd umsögn sína vegna frumvarpa er varða fyrirhugaða ríkisaðstoð við Icelandair.

Í umsögninni er lögð áhersla á eftirfarandi:

 1. Tryggt verði að stuðninginn verði aðeins hægt að nýta til flugrekstrar, sbr. nánar kafla 3. hér að framan.
 2. Áhrif ríkisaðstoðarinnar á keppinauta Icelandair verði metin og tekin afstaða til þess hvort ástæða sé til stuðningsaðgerða gagnvart þeim til þess að ná fram þeim heildarmarkmiðum sem liggja til grundvallar áformaðri ríkisaðstoð.
 3. Greina þarf til hvaða aðgerða stjórnvöld geta gripið til þess að draga úr aðgangshindrunum inn á viðkomandi markaði. Þannig getur komið til álita að ríkisaðstoð sé skilyrt, t.d. að því er varðar eftirfarandi þætti:

  - Að skapað sé rými fyrir nýjan keppinaut í áætlunarflugi með framsali afgreiðslutíma.
  - Að viðskiptum sé beint til keppinauta sem starfa í flugtengdri starfsemi, s.s. í flugafgreiðslu.
  - Að starfsemi sem ekki á að njóta ríkisstuðnings sé klofin frá félaginu eða aðskilin fjárhagslega.
  - Að uppkaup á keppinautum sé óheimil á meðan stuðningsins nýtur við.
 4. Huga þarf sérstaklega að þeirri umgjörð sem stjórnvöld hafa skapað atvinnurekstri á Keflavíkurflugvelli, sem m.a. endurspeglast í starfsemi Isavia hf.

Umsögnina má nálgast hér.