1.7.2019

Vegna kröfugerðar Eimskipafélags Íslands hf. fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur, vegna yfirstandandi rannsóknar Samkeppniseftirlitsins

Eimskipafélag Íslands hf. hefur greint frá því opinberlega að félagið hafi krafist þess fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur að rannsókn Samkeppniseftirlitsins á hendur félaginu og samstæðufélögum þess verði hætt.

Í kröfugerð Eimskips, sem birt hefur verið opinberlega, er gerð grein fyrir kröfum og sjónarmiðum félagsins. Samkeppniseftirlitið telur að rannsóknin sé lögum samkvæmt og mun eftirlitið svara málatilbúnaði félagsins við meðferð málsins fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.

Umrædd rannsókn Samkeppniseftirlitsins hófst með húsleit í september 2013. Var eldri rannsókn á tilteknum afmörkuðum atriðum sameinuð málinu. Hefur rannsókn eftirlitsins staðið sleitulaust síðan og miðar rannsókninni vel, en umfang rannsóknarinnar er verulegt.