29.11.2007

Sýn Samkeppniseftirlitsins á íslenska lyfjamarkaðinn

Mynd: Páll Gunnar Pálsson forstjóri SamkeppniseftirlitsinsFákeppni og samkeppnishindranir á íslenskum lyfjamarkaði Morgunverðarfundur Rannsóknarstofnunar um lyfjamál við HÍ fimmtudaginn 29. nóvember 2007

Ræða Páls Gunnars Pálssonar forstjóra Samkeppniseftirlitsins

 

 

 

Ég hef verið beðinn að deila með ykkur sýn samkeppnisyfirvalda á íslenska lyfjamarkaðinn. Sýn Samkeppniseftirlitsins byggir auðvitað á grunnmarkmiði samkeppnislaga sem er, samkvæmt þeim sjálfum, að efla virka samkeppni í viðskiptum og þar með að vinna að hagkvæmri nýtingu framleiðsluþátta þjóðfélagsins. Samkeppniseftirlitinu er ætlað að stuðla að þessu markmiði með því að vinna gegn óhæfilegum hindrunum og takmörkunum á frelsi í atvinnurekstri, vinna gegn skaðlegri fákeppni og samkeppnishömlum, og auðvelda aðgang nýrra samkeppnisaðila að markaðnum, en svona er þetta orðað í lögunum.

Sýn Samkeppniseftirlitsins endurspeglast fyrst og fremst í úrlausnum þess á samkeppnislegum álitaefnum, af ýmsum toga.  Hér á eftir ætla ég annars vegar að fjalla stuttlega um hvernig lyfjamarkaðurinn, og þá fyrst og fremst smásöluhluti hans, horfði við Samkeppniseftirlitinu í nýlegu samrunamáli.  Einnig ætla ég að fjalla um atriði sem miklu varða á lyfjamarkaði, atriði sem eru á forræði annarra stjórnvalda en Samkeppniseftirlitsins að hafa bein áhrif á með löggjöf og öðrum aðgerðum.  Umfjöllun mín takmarkast sem sagt annars vegar við þegar teknar stjórnsýsluákvarðanir og hins vegar við umfjöllun um atriði sem ekki geta komið til formlegrar stjórnsýsluákvörðunar Samkeppniseftirlitsins.  Eðli málsins samkvæmt getur eftirlitið ekki tjáð sig hér og nú um álit sitt eða skoðanir á málum sem annað hvort eru í stjórnsýslumeðferð eða atriðum sem kynnu að koma til kasta eftirlitsins í stjórnsýslumáli.

 

Ræðan í heild sinni (PDF skjal - Opnast í nýjum glugga).

Glærur sýndar undir ræðu (PDF skjal - Opnast í nýjum glugga).