10.10.2014

Samkeppni og kreddur - Pistill forstjóra SE

Páll Gunnar Pálsson forstjóri SE

Páll Gunnar Pálsson forstjóri Samkeppniseftirlitsins skrifaði pistil sem birtis á síðum DV í dag, 10. október. Þar svarar hann Ögmundi Jónassyni Alþingismanni sem skrifaði kjallaragrein í DV nú fyrir stuttu. Lesa má pistil Páls Gunnars hér.

Nú tíðkast það hins vegar, líkt og fyrir hrun, að tala niður til eftirlitsstofnana. Í vandlætingartón er talað um að koma þurfi böndum á „eftirlitsiðnaðinn“ og draga úr „eftirlitsbyrði“. Einhverra hluta vegna fennir hratt yfir sporin og lærdómurinn af hruninu virðist gleymdur. Sárast er að hagsmunir almennings gleymast í þessari orðræðu.