28.9.2015

Stefnt er að birtingu frummatsskýrslu um markaðsrannsókn á eldsneytismarkaðnum í nóvembermánuði – Uppfærð tímaáætlun um markaðsrannsókn

Eins og greint hefur verið frá vinnur Samkeppniseftirlitið að frágangi svokallaðrar frummatsskýrslu um eldsneytismarkaðinn, en skýrslan er liður í yfirstandandi markaðsrannsókn á eldsneytismarkaðnum. Í tilkynningu Samkeppniseftirlitsins frá 26. júní sl. var greint frá því að stefnt væri að birtingu skýrslunnar fyrir lok september næstkomandi. Nú liggur fyrir að frágangur skýrslunnar mun taka lengri tíma en áætlað var. Er því nú stefnt að því að skýrslan verði birt í nóvembermánuði. Nánari upplýsingar um markaðsrannsókn á eldsneytismarkaðnum má finna hér.