3.4.2001

Álit samkeppnisráðs um samkeppnishamlandi ákvæði í lögum og reglum um innflutning á grænmeti

Á fundi sínum hinn 30. mars sl. afgreiddi samkeppnisráð álit til landbúnaðarráðherra varðandi samkeppnishömlur í fyrirkomulagi innflutnings á grænmeti. Í áliti sínu bendir samkeppnisráð á að verðlag á grænmeti hérlendis hafi á undanförnum árum hækkað umtalsvert umfram aðra matvöru, andstætt því sem vænst var með þátttöku Íslendinga í GATT-Úrúgvæ-samningnum, og að grænmetisneysla hafi staðið í stað, þvert á opinber manneldismarkmið. Þá er að mati samkeppnisráðs líklegt að verndartollar á innflutt grænmeti hafi auðveldað innlendum grænmetisframleiðendum og dreifingarfyrirtækjum að hafa með sér ólögmætt samráð í því skyni að halda uppi grænmetisverði. Af þessum ástæðum beinir samkeppnisráð því til landbúnaðarráðherra að hann hafi frumkvæði að endurskoðun lagaákvæða sem varða innflutning á grænmeti í því skyni að efla samkeppni og lækka verð til íslenskra neytenda.

Fréttatilkynning á PDF formi (PDF skjal - Opnast í nýjum glugga).