30.4.2002

Fundargerð Samkeppnisráðs 30. apríl 2002

Á fundi samkeppnisráðs í síðustu viku samþykkti ráðið fjórar ákvarðanir og eitt álit.

  1. Erindi Halo ehf. vegna meintra brota Veðurstofu Íslands á samkeppnislögum. -Mælt fyrir um fjárhagslegan aðskilnað- (Ákvörðun nr. 13/2002)
  2. Kvörtun vegna synjunar Íslenskrar getspár um að setja upp lottóspilakassa í Shellnesti á Húsavík. –Ekki tilefni til íhlutunar samkeppnisráðs- (Ákvörðun nr. 14/2002)
  3. Kvörtun Dýralæknaþjónustu Suðurlands vegna meintra samkeppnishindrana sem felast í starfsskipan eftirlitsdýralækna á Suðurlandi. –Ekki tilefni til íhlutunar samkeppnisráðs- (Ákvörðun nr. 15/2002)
  4. Kvörtun héraðsdómslögmanns vegna gildandi fyrirkomulags við öflun málflutningsréttinda fyrir Hæstarétti. –Ekki tilefni til að hafast að- (Ákvörðun nr. 16/2002)
  5. Kvörtun vegna túlkunar ríkisskattstjóra á ákvæði í lögum um virðisaukaskatt sem mismunar aðilum sem selja aðgöngumiða að leik- eða söngsýningum og kvöldverð í tengslum við sýningarnar. (Álit nr. 1/2002)

Fréttatilkynning á PDF formi (PDF skjal - Opnast í nýjum glugga).