Samkeppni Logo

Samkeppniseftirlitið kallar eftir samrunatilkynningu vegna kaupa Ardian á Mílu

31. október 2025

Þann 2. nóvember sl.
birti Samkeppniseftirlitið frétt á vefsíðu stofnunarinnar þar sem óskað var eftir
sjónarmiðum vegna kaupa sjóðastýringarfyrirtækisins Ardian France SA á Mílu
ehf., dótturfélagi Símans hf. Nánar tiltekið var óskað sjónarmiða um hvort
tilefni væri til þess að kalla eftir samrunatilkynningu vegna viðskiptanna á
grundvelli heimildar samkeppnislaga, þar sem ekki er um tilkynningarskyld
viðskipti að ræða. 

Bárust sjónarmið frá 12 hagsmunaaðilum sem flestir hvöttu
eftirlitið til þess að kalla eftir tilkynningu vegna samrunans og mögulegra
áhrifa hans á samkeppni á fjarskiptamarkaðnum. Auk þess aflaði eftirlitið
ýmissa gagna um viðskiptin frá samrunaaðilum.

Þrátt fyrir að jákvæð
samkeppnisleg áhrif geti leitt af því að slitið sé á lóðrétt eignatengsl á
milli Símans og Mílu, þarf að mati Samkeppniseftirlitsins að rannsaka hvort
önnur atriði tengd samrunanum geti leitt til skaðlegra áhrifa á samkeppni. Sem
dæmi telur Samkeppniseftirlitið mikilvægt að taka til skoðunar viðskiptasamband
Símans og Mílu í kjölfar samrunans og möguleg áhrif þess á hagsmuni keppinauta
og samkeppni á viðkomandi mörkuðum.

Er það því mat
Samkeppniseftirlitsins í kjölfar þessarar skoðunar að tilefni sé til þess að
kalla eftir samrunatilkynningu vegna kaupanna og taka þau til skoðunar á
grundvelli samrunaákvæða samkeppnislaga. Hefur samrunaaðilum verið tilkynnt um
það.  

Leit

Nýr vefur samkeppni.is

Á dögunum var settur í loftið Beta útgáfa af nýjum vef. Við tökum glöð á móti öllum ábendingum og athugasemdum varðandi nýja vefinn í gegnum formið hér að neðan.

"*" indicates required fields

This field is for validation purposes and should be left unchanged.