17.10.2019

Samkeppniseftirlitið leitar sjónarmiða um verklag við rannsóknir á samrunum

Samtal um samkeppni

Samkeppniseftirlitið hefur um þessar mundir til athugunar hvort og þá hvernig gera megi verklag við rannsóknir samrunamála enn skilvirkari. Meðal annars er til skoðunar hvort efni séu til breytinga á reglum um tilkynningu og málsmeðferð í samrunamálum, sem eftirlitið setur samkvæmt samkeppnislögum.Samtalumsamkeppnisamrunar

Af þessu tilefni efndi Samkeppniseftirlitið í gær (16. október) til fundar með lögmönnum sem komið hafa fram fyrir hönd samrunafyrirtækja gagnvart eftirlitinu frá upphafi árs 2018. Var fundurinn vel sóttur en um milli 40 og 50 manns tóku þátt. Var fundurinn liður í fundarröð sem Samkeppniseftirlitið hefur haldið undanfarin ár undir heitinu Samtal um samkeppni.

Fyrir fundinum lá minnisblað þar sem gefið er yfirlit yfir fjölda samrunamála og aðrar tölulegar upplýsingar um rekstur þeirra. Þá er í minnisblaðinu kallað eftir viðbrögðum um mögulegar breytingar á umgjörð og verklagi samrunarannsókna. Minnisblaðið er aðgengilegt hér.

Samkeppniseftirlitið hvetur alla áhugasama til að koma á framfæri ábendingum um það sem betur mætti fara í meðferð samrunamála og mögulegar breytingar á verklagi og reglum sem miða að aukinni skilvikni. Í framhaldinu mun eftirlitið kynna frekari tillögur.

Minnisblað um undirbúning samruna og meðferð þeirra hjá Samkeppniseftirlitinu – reynslan og úrbótatækifæri.