
Samkeppniseftirlitinu var þann 16. febrúar tilkynnt um fyrirhuguð kaup BBL 144 ehf. (hér eftir „BBL“) og Eldeyjar Holding ehf. (hér eftir „Eldey HoldCo“) og fl. á hlutafé í Eldey TLH hf. Arcanum Fjallaleiðsögumönnum ehf. og Logakór ehf., sbr. meðfylgjandi samrunaskrá. BBL er einkahlutafélag sem sérstaklega var stofnað í tengslum við viðskiptin til þess að kaupa allt hlutafé í Kynnisferðum og Eldey auk þess að kaupa minniháttar hlut beint í Arcanum og Logakór. Tilgangur Eldeyjar HoldCo er fyrst og fremst að halda á hlutum í BBL í kjölfar viðskiptanna en auk þess mun Eldey HoldCo halda á hlutum í Norðursiglingu hf. og tilteknum skuldabréfum og öðrum kröfuréttindum á hendur núverandi dótturfélögum Eldeyjar. Eldey HoldCo er í eigu fimm lífeyrissjóða, Íslandsbanka hf., Íslenskrar fjárfestingar ehf. og annarra fjárfesta sem fjárfestu í félaginu í gegnum einkabankaþjónustu Íslandsbanka hf.
Samkeppniseftirlitið hefur það hlutverk samkvæmt samkeppnislögum að rannsaka samruna og ber í því sambandi að leggja mat á það hvort samruni fyrirtækja raski samkeppni með umtalsverðum hætti og skaði þar með hagsmuni almennings eða atvinnulífs. Við mat á áhrifum samruna aflar Samkeppniseftirlitið gagna frá aðilum sem eftir atvikum geta verið viðskiptavinir eða keppinautar samrunaaðila, eða tengst mörkuðum málsins á einhvern annan hátt.
Samkeppniseftirlitið veitir hér með þeim sem telja sig hafa hagsmuna að gæta vegna samrunans færi á því að koma að sjónarmiðum vegna hans. Þess er óskað að umsagnir vegna samrunans berist eigi síðar en kl. 16:00, þann 16. mars nk. á netfangið aldis.s.bjarnhedinsdottir@samkeppni.is.
Hjálagt:
"*" indicates required fields