26.1.2012

Frá ráðstefnunni Verðþróun og samkeppni á dagvörumarkaði

Frá ráðstefnunni Verðþróun og samkeppni á dagvörumarkaði. Séð yfir sal og ræðumann í ræðustól.Samkeppniseftirlitið stóð fyrir ráðstefnu á Hótel Nordica þann 26. janúar 2012 þar sem skýrsla eftirlitsins um verðþróun og samkeppni á dagvörumarkaði var kynnt.  Á fundinum kynntu skýrsluna þeir Benedikt Árnason aðalhagfræðingur, Steingrímur Ægisson sviðsstjóri og Páll Gunnar Pálsson forstjóri. Einnig fluttu erindi um viðbrögð við skýrslunni Ómar Valdimarsson framkvæmdastjóri Samkaupa, Finnur Árnason forstjóri Haga, Almar Guðmundsson framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, Erna Bjarnadóttir hagfræðingur Bændasamtaka Íslands og Ólafur Stephensen ritstjóri Fréttablaðsins.

Um 140 manns sóttu ráðstefnuna, aðallega starfsfólk fyrirtækja sem starfa á dagvörumarkaði og samtaka þeirra en auk þess aðilar úr stjórnsýslunni o.fl. Samkeppniseftirlitið þakkar ræðumönnum og öllum gestum fyrir þátttökuna og mjög góða mætingu þrátt fyrir mikla ófærð á höfuðborgarsvæðinu. Eftirlitið vonar að umræðan um skýrsluna og sjónarmið um hana sem aflað verður frá aðilum nýtist við ákvörðun um næstu skref til að efla samkeppni á öllum sviðum dagvörumarkaðarins.

Þar sem ljóst er að margir sem höfðu boðað komu sína á ráðstefnuna gátu ekki komist sökum ófærðar var ráðstefnan tekinn upp í heild sinni og má horfa á hana hér fyrir neðan. Einnig eru fleiri myndir frá ráðstefnunni á Facebook síðu Samkeppniseftirlitsins.

Frá ráðstefnunni Verðþróun og samkeppni á dagvörumarkaði. Rögnvaldur J Sæmundsson formaður stjórnar Samkeppniseftirlitsins í ræðustól.  Frá ráðstefnunni Verðþróun og samkeppni á dagvörumarkaði. Benedikt Árnason aðalhagfræðingur Samkeppniseftirlitsins í ræðustól.  Frá ráðstefnunni Verðþróun og samkeppni á dagvörumarkaði. Steingrímur Ægisson sviðsstjóri hjá Samkeppniseftirlitinu í ræðustól.  Frá ráðstefnunni Verðþróun og samkeppni á dagvörumarkaði. Páll Gunnar Pálsson forstjóri Samkeppniseftirlitsins í ræðustól.

Úr ræðu Páls Gunnars Pálssonar, forstjóra Samkeppniseftirlitsins

„Það er auðvitað vandasamt að greina málefnalegan verðmun frá óeðlilegum og finna lausnir til þess að efla samkeppni. Hér og nú má hins vegar leiða að því nokkuð sterkum líkum að viðskiptakjör birgja til smásala styðjist ekki í öllum tilvikum við haldbærar viðskiptalegar forsendur.“

 

Frá ráðstefnunni Verðþróun og samkeppni á dagvörumarkaði. Finnur Árnason forstjóri Haga í ræðustól.  Frá ráðstefnunni Verðþróun og samkeppni á dagvörumarkaði. Almar Guðmundsson framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda í ræðustól.  Frá ráðstefnunni Verðþróun og samkeppni á dagvörumarkaði. Erna Bjarnadóttir í ræðustól.  Frá ráðstefnunni Verðþróun og samkeppni á dagvörumarkaði. Ólafur Stephensen ritstjóri Fréttablaðsins í ræðustól.  Frá ráðstefnunni Verðþróun og samkeppni á dagvörumarkaði. Helga Jónsdóttir ráðuneytisstjóri Efnahags- og viðskiptaráðuneytis í ræðustól.

 

Ráðstefnustjóri var Rögnvaldur J Sæmundsson formaður stjórnar Samkeppniseftirlitsins.

Kynning Samkeppniseftirlitsins á ráðstefnunni - Benedikt 02:50
Ræða Páls Gunnars Pálssonar

Kynningar

Ómar Valdimarsson, framkvæmdastjóra Samkaupa
Finnur Árnason, forstjóri Haga
Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda
Erna Bjarnadóttir, Bændasamtök Íslands

Skýrsla nr.1/2012  Verðþróun og samkeppni á dagvörumarkaði
Fréttatilkynning Samkeppniseftirlitsins vegna skýrslunnar
Fréttatilkynning frá 6. júlí 2012 um rannsókn á viðskiptakjörum birgja og dagvöruverslana
Fleiri myndir frá ráðstefnunni má sjá á Facebook síðu Samkeppniseftirlitsins.

Myndband frá ráðstefnunni

Videó

00:02:50  Benedikt Árnason - Samkeppniseftirlitið
00:08:40  Steingrímur Ægisson - Samkeppniseftirlitið
00:17:10  Páll Gunnar Pálsson - Samkeppniseftirlitið
00:31:40  Ómar Valdimarsson - Samkaup
00:39:55  Finnur Árnason - Hagar
00:52:30  Almar Guðmundsson - Félag atvinnurekenda
01:04:50  Erna Bjarnadóttir - Bændasamtök Íslands
01:16:55  Ólafur Stephensen - Fréttablaðið
01:24:25  Helga Jónsdóttir - Efnahags- og viðskiptaráðuneyti

 

Viðbrögð Steingríms J Sigfússonar Efnahags- og viðskiptaráðherra við skýrslu Samkeppniseftirlitsins

Videó