Fréttayfirlit: 2018 (Síða 2)

Fyrirsagnalisti

3.7.2018 : Samkeppniseftirlitið leitar sjónarmiða vegna framboðinna tillagna Haga að skilyrðum vegna samruna félagsins við Olís og DGV

Samkeppniseftirlitið leitar í dag sjónarmiða vegna framboðinna tillagna Haga hf. að skilyrðum vegna kaupa félagsins á Olíuverslun Íslands hf. og DGV ehf. Hagar telja að tillögurnar séu til þess fallnar að eyða þeim samkeppnishindrunum sem Samkeppniseftirlitið hefur talið að leitt gætu af samrunanum.

28.6.2018 : Vegna misskilnings í bakþönkum Fréttablaðsins

Í bakþönkum Fréttablaðsins í dag, undir fyrirsögninni „ekki svo flókið“, kemur fram sá skilningur höfundar að Hagar og Olís hafi þurft að bíða í 14 mánuði upp á von og óvon á meðan Samkeppniseftirlitið geri upp hug sinn um samruna fyrirtækjanna. Þessu sé öðruvísi farið í Bandaríkjunum, en þar í landi hafi samkeppnisyfirvöld samþykkt 1.500 milljarða króna risakaup Amazon á Whole Foods á aðeins tveimur mánuðum. 

27.6.2018 : Áfrýjunarnefnd samkeppnismála staðfestir mikla yfirburði Forlagsins í bókaútgáfu

Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur í dag í máli nr. 1/2018 staðfest niðurstöðu ákvörðunar Samkeppniseftirlitsins nr. 47/2017 um að hafna beiðni Forlagsins ehf. um að þau skilyrði sem sett voru vegna samruna JPV útgáfu ehf. og Vegamóta ehf. yrðu felld úr gildi

26.6.2018 : Samkeppniseftirlitið leitar sjónarmiða vegna framboðinna tillagna N1 að skilyrðum vegna samruna þess við Festi

Samkeppniseftirlitið leitar í dag sjónarmiða vegna framboðinna tillagna N1 hf. að skilyrðum vegna kaupa félagsins á Festi hf. Telur N1 að tillögurnar séu til þess fallnar að eyða þeim samkeppnishindrunum sem Samkeppniseftirlitið hefur talið að leitt gætu af samrunanum.

15.6.2018 : Vegna fréttar á forsíðu Fréttablaðsins í dag

Í forsíðufrétt Fréttablaðsins í dag er látið að því liggja að tugir manns hafi misst vinnuna hjá Odda prentsmiðju vegna þess að Samkeppniseftirlitið hafi brugðist seint við beiðni um að fella niður skilyrði sem hvíldu á fyrirtækinu. Samkeppniseftirlitið hafnar þessum skilningi. Vill eftirlitið af þeim sökum koma eftirfarandi upplýsingum um málið á framfæri.

 

30.5.2018 : Mjólkursamsalan dæmd til að greiða 480.000.000 kr. í sekt vegna alvarlegra brota á samkeppnislögum

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur í dag dæmt Mjólkursamsöluna (MS) til að greiða sekt vegna misnotkunar á markaðsráðandi stöðu, með því að selja keppinautum sínum grundvallarhráefni til framleiðslu á mjólkurvörum, þ.e. hrámjólk, á hærra verði en MS sjálft og tengdir aðilar (Kaupfélag Skagfirðinga (KS) og dótturfélag þess) þurftu að greiða.

26.4.2018 : Vegna umfjöllunar um niðurstöður og starfshætti Samkeppniseftirlitsins

Þann 25. apríl sl. var á mbl.is birtur útdráttur úr viðtali útvarpsstöðvarinnar K100 við Ara Edwald, ásamt aðgangi að viðtalinu sjálfu. Um var að ræða sömu sjónarmið og Ari setti fram á fundi Viðskiptaráðs Íslands þann 24. apríl þar sem kynntar voru leiðbeiningar um samkeppnisreglur fyrir fyrirtæki.

26.4.2018 : Samkeppniseftirlitið gerir alvarlegar athugasemdir við frumvarp til laga um breytingu á lögum um Íslandsstofu

Samkeppniseftirlitið gerir alvarlegar athugasemdir við þá ráðagerð að undanþiggja Íslandsstofu samkeppnislögum eins og boðað er í frumvarpi til breytinga á lögum um Íslandsstofu

23.4.2018 : Beiðni Gagnaveitu Reykjavíkur ehf. og Mílu ehf. um undanþágu frá samkeppnislögum fyrir lagningu á ljósleiðara

Með ákvörðun nr. 11/2018, hefur Samkeppniseftirlitið heimilað Mílu ehf. (Míla) og Gagnaveitu Reykjavíkur ehf. (GR) að eiga samstarf um lagningu ljósleiðara

23.4.2018 : Vegna umfjöllunar fjölmiðla og framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins um rannsókn á sjávarútvegsfyrirtækjum

Að undanförnu hefur verið fjallað um það á opinberum vettvangi að Samkeppniseftirlitið hafi lokið rannsókn á mögulegu samkeppnishamlandi samráði sjávarútvegsfyrirtækja. Þannig birtist frétt á forsíðu Fréttablaðsins þann 27. mars sl. með fyrirsögninni „Sluppu undan rannsókn vegna anna“.

17.4.2018 : N1 dregur tilkynningu á samruna við Festi til baka

Samkeppniseftirlitið hefur undanfarið haft til rannsóknar kaup N1 hf. á Festi hf. á grundvelli samrunatilkynningar sem send var eftirlitinu 31. október 2017. Var rannsókn málsins á lokastigi og ákvörðunar að vænta í dag.  
Ekki kemur hins vegar til ákvörðunar í dag, þar sem N1 hefur nú ákveðið að afturkalla samrunatilkynningu sína. 

16.3.2018 : Kynning fyrir bæjarráð Kópavogs um samkeppni og meðhöndlun úrgangs

Þann 15. mars 2018 var Samkeppniseftirlitinu boðið á fund bæjarráðs Kópavogs til að kynna sameiginlega skýrslu samkeppniseftirlitanna á Norðurlöndunum um samkeppni við meðhöndlun úrgangs. 

8.3.2018 : Rannsókn á samruna Haga og Olíuverzlunar Íslands

Samkeppniseftirlitið hefur undanfarið haft til ítarlegrar rannsóknar fyrirhuguð kaup Haga hf. á Olíuverzlun Íslands hf. (Olís) og fyrirtækinu DGV ehf., á grundvelli samrunatilkynningar sem send var eftirlitinu í lok september 2017. Var rannsóknin á lokastigi og ákvörðunar að vænta í dag.  

25.1.2018 : Héraðsdómur Reykjavíkur hafnar kröfu MS um frávísun

Með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur í dag hafnaði dómurinn kröfu Mjólkursamsölunnar (MS) um að vísað yrði frá dómi máli sem Samkeppniseftirlitið hefur höfðað til þess að fá úr því skorið hvort bann samkeppnislaga við misnotkun á markaðsráðandi stöðu taki að fullu til MS og hvort brot hafi átt sér stað. Hefur Samkeppniseftirlitið talið að mikilvægt væri fyrir hagsmuni smærri framleiðenda, bænda og neytenda að fá úr þessu skorið. Úrskurðurinn felur í sér að málið fær nú efnismeðferð fyrir héraðsdómi.

17.1.2018 : Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hafnar kröfu Símans hf. um breytingar á sátt Samkeppniseftirlitsins við Fjarskipti hf.

Þann 9. október sl. heimilaði Samkeppniseftirlitið kaup Fjarskipta hf. (Vodafone) á tilteknum eignum og rekstri 365 miðla hf. (365). Samruninn er háður skilyrðum sem Samkeppniseftirlitið og samrunaaðilar gerðu sátt um. 

Síða 2 af 2