Fréttayfirlit (Síða 2)

Fyrirsagnalisti

17.3.2021 : Samruni Norðlenska, Kjarnafæðis og SAH afurða

Samkeppniseftirlitið hefur nú til skoðunar hvort og þá hvaða skilyrði þurfi að setja fyrir samruna Norðlenska matborðsins ehf., Kjarnafæðis hf. og SAH afurða ehf., en samruni þessara félaga er nú til rannsóknar. Miða möguleg skilyrði að því að tryggja samkeppni á markaðnum neytendum og bændum til hagsbóta. Viðræður við samrunaaðila um þetta standa nú yfir.

16.3.2021 : Sala verslunar Festi á Suðurlandi

Þann 11. mars sl. synjaði Samkeppniseftirlitið Festi um sölu verslunar Kjarvals á Hellu til óstofnaðs einkahlutafélags Sigurðar Elíasar Guðmundssonar. 

11.3.2021 : Áfrýjunarnefnd samkeppnismála staðfestir ákvörðun um ógildingu samruna á markaði fyrir myndgreiningarþjónustu

Með úrskurði sínum í dag hefur áfrýjunarnefnd samkeppnismála staðfest ákvörðun Samkeppniseftirlitsins, nr. 35/2020, þar sem ógiltur var samruni Íslenskrar myndgreiningar ehf. og Læknisfræðilegrar myndgreiningar ehf.

11.3.2021 : Samkeppniseftirlitið óskar eftir sjónarmiðum vegna sameiginlegra yfirráða Alfa hf., SF VII ehf., Eldeyjar Holdco ehf. yfir Kynnisferðum ehf., Eldey THL hf., og dótturfélögum þeirra

Samkeppniseftirlitinu var þann 16. febrúar tilkynnt um fyrirhuguð kaup BBL 144 ehf. (hér eftir „BBL“) og Eldeyjar Holding ehf. (hér eftir „Eldey HoldCo“) og fl. á hlutafé í Eldey TLH hf. Arcanum Fjallaleiðsögumönnum ehf. og Logakór ehf., sbr. meðfylgjandi samrunaskrá. 

4.3.2021 : Hæstiréttur Íslands staðfestir 480 milljón króna sekt á Mjólkursamsöluna vegna alvarlegra brota á samkeppnislögum

Með dómi Hæstaréttar Íslands, sem kveðinn var upp í dag, er staðfestur dómur Landsréttar um alvarleg brot Mjólkursamsölunnar (MS) á samkeppnislögum. Standa óhaggaðar 480 m.kr. sektir sem Samkeppniseftirlitið lagði á MS vegna alvarlegrar misnotkunar á markaðsráðandi stöðu og brota á upplýsingaskyldu félagsins.

25.2.2021 : Samkeppniseftirlitið heimilar samruna dótturfélags Síldarvinnslunnar hf. og Bergs ehf

Með ákvörðun nr. 2/2021 hefur Samkeppniseftirlitið tekið afstöðu til samruna Bergs-Hugins ehf., dótturfélags Síldarvinnslunnar hf., og Bergs ehf. Um er að ræða sjávarútvegsfyrirtæki sem bæði starfa við botnfiskveiðar og hafa gert út frá Vestmannaeyjum með samanlagt þremur togurum.  

3.2.2021 : Forgangsröðun mála hjá Samkeppniseftirlitinu

Vegna mikilla anna við rannsókn samrunamála, mála vegna yfirstandandi heilsuvár af völdum COVID-19, og annarra brýnna umfangsmikilla rannsókna, er fyrirsjáanlegt að tafir verði á næstunni við meðferð annarra mála hjá Samkeppniseftirlitinu.

Samkeppniseftirlitið hefur á undanförnum misserum kappkostað að flýta meðferð mála eftir því sem kostur er, og hefur í því sambandi beitt ákvæði 3. mgr. 8. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005 sem veitir eftirlitinu heimild til að leggja mat á tilefni rannsókna og forgangsröðun mála.

13.1.2021 : Áfrýjunarnefnd samkeppnismála staðfestir að Síminn hafi með markaðssetningu og sölu á Enska boltanum brotið gegn sátt sem fyrirtækið gerði við Samkeppniseftirlitið

Áfrýjunarnefndar samkeppnismála kvað í dag upp úrskurð í tilefni af kæru Símans hf. á ákvörðun Samkeppniseftirlitsins þar sem fyrirtækinu hafði verið gert að greiða stjórnvaldssekt vegna brota á skilyrðum tveggja sátta sem það hafði gert við eftirlitið 23. janúar og 15. apríl 2015.

7.1.2021 : Gróf brot Byko á samkeppnislögum og EES-samningnum staðfest og sekt hækkuð

Hæstiréttur Íslands hefur í dag staðfest að Byko hafi framið alvarleg brot á samkeppnislögum og hækkað álagða sekt í 400 mkr.

6.1.2021 : Nýjar reglur um meðferð samrunamála tóku gildi um áramótin

Tekið hafa gildi nýjar reglur um tilkynningu og málsmeðferð í samrunamálum, nr. 1390/2020. Hinar nýju reglur byggja að verulegu leyti á áður gildandi reglum frá árinu 2008, með síðari breytingum. 

23.12.2020 : Stór hluti íslenskra stjórnenda telur sig verða varan við samkeppnislagabrot– viðhorfskönnun Samkeppniseftirlitsins

Samkeppniseftirlitið hefur birt skýrslu nr. 3/2020 , Þekking og viðhorf stjórnenda íslenskra fyrirtækja til samkeppnismála. Í skýrslunni eru birtar niðurstöður könnunar um viðhorf stjórnenda fyrirtækja til samkeppnismála.

23.12.2020 : Leiðbeiningar um undantekningar frá banni við samráði

Samkeppniseftirlitið birtir í dag leiðbeiningar um beitingu 15. gr. samkeppnislaga um undantekningar frá banni við samráði fyrirtækja.

21.12.2020 : Storytel AB dregur til baka samrunatilkynningu vegna kaupa félagsins á 70% hlut í Forlaginu

Samkeppniseftirlitið hefur að undanförnu haft til rannsóknar fyrirhuguð kaup Storytel AB á 70% hlutafjár Forlagsins, en samrunaaðilar tilkynntu eftirlitinu um samrunann lögum samkvæmt.

21.12.2020 : Aðgerðir sem miða að virkari samkeppni á eldsneytismarkaði

Samkeppniseftirlitið hefur birt skýrslu nr. 2/2020 , Breytingar á eldsneytismarkaði – úrlausn samkeppnishindrana sem bent var á í markaðsrannsókn Samkeppniseftirlitsins.

14.12.2020 : Samtal um Samkeppni: Opinn umræðufundur um nýjar samrunareglur

Þann 11. desember sl. hélt Samkeppniseftirlitið opinn umræðufund um drög eftirlitsins að endurskoðuðum reglum um tilkynningu og málsmeðferð í samrunamálum.

14.12.2020 : Samtal um Samkeppni: Opinn umræðufundur um drög að leiðbeiningum um beitingu 15. gr. samkeppnislaga

Þann 30. nóvember sl. hélt Samkeppniseftirlitið opinn umræðufund um drög eftirlitsins að leiðbeiningum um beitingu 15. gr. samkeppnislaga

7.12.2020 : Samtal um Samkeppni: Opinn umræðufundur um nýjar samrunareglur

Samkeppniseftirlitið boðar til opins umræðufundar föstudaginn 11. desember nk. um drög eftirlitsins að nýjum reglum um tilkynningu og málsmeðferð í samrunamálum sem munu taka við af gildandi reglum nr. 684/2008, með síðari breytingum.

26.11.2020 : Samtal um Samkeppni: Opinn umræðufundur um drög að leiðbeiningum um beitingu 15. gr. samkeppnislaga

Samkeppniseftirlitið boðar til opins umræðufundar mánudaginn 30. nóvember nk. um drög eftirlitsins að leiðbeiningum um beitingu 15. gr. samkeppnislaga

24.11.2020 : Nýjar reglur um meðferð samrunamála

Samkeppniseftirlitið birtir nú til umsagnar endurskoðaðar reglur um tilkynningu og málsmeðferð í samrunamálum.

18.11.2020 : Leiðbeiningar um undantekningar frá banni við samráði - Samkeppniseftirlitið leitar sjónarmiða

Samkeppniseftirlitið birtir nú til umsagnar drög að leiðbeiningum um undantekningar samkvæmt 15. gr. samkeppnislaga, frá banni við samráði (10. gr.) og samkeppnishömlum (12. gr.).

Síða 2 af 32