Fréttayfirlit (Síða 3)

Fyrirsagnalisti

14.8.2019 : Hæstiréttur veitir Samkeppniseftirlitinu áfrýjunarleyfi

Þann 14. júní 2019 staðfesti Landsréttur að Byko hefði framið alvarleg brot á samkeppnislögum. Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hafði talið 65 mkr. sekt hæfilega en Héraðsdómur Reykjavíkur hafði hækkað sekt Byko í 400 mkr. Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu að sekt Byko skyldi vera 325 mkr.

23.7.2019 : Leiðrétting á efni fréttar Viðskiptablaðsins þann 18. júlí síðastliðin

Í Viðskiptablaðinu þann 18. júlí sl. er fjallað um kvartanir Inter, samtaka aðila sem veita internetþjónusu, í garð Símans. 

8.7.2019 : Áfrýjunarnefnd samkeppnismála staðfestir ákvörðun vegna samruna Haga hf. og Olíuverzlunar Íslands hf.

Samkaup hf. keppinautur Haga á dagvörumarkaði kærði ákvörðun Samkeppniseftirlitsins til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Samkaup gerðu kröfu um að ákvörðun eftirlitsins yrði felld úr gildi og samruninn ógiltur og varakröfu um að áfrýjunarnefnd myndi ákveða að binda samrunann frekari skilyrðum. 

5.7.2019 : Virkari samkeppni heima leiðir til meiri samkeppnishæfni út á við

Norrænu samkeppniseftirlitin hafa kynnt þá sameiginlegu afstöðu sína að festa í úrlausn samrunamála, í samræmi við núgildandi reglur á Evrópska efnahagssvæðinu, sé besta leiðin til þess að tryggja samkeppnishæfni innlendra fyrirtækja gagnvart erlendum og evrópskra fyrirtækja gagnvart alþjóðlegum.

2.7.2019 : Vegna fjölmiðlaumfjöllunar um mögulega skekkingu á samkeppnisstöðu á vettvangi Íslandspósts

Samkeppniseftirlitinu hafa undanfarið borist fyrirspurnir er varða mögulega skekkingu á samkeppnisstöðu á vettvangi Íslandspósts. Tengjast þær að hluta til nýútkominni skýrslu Ríkisendurskoðunar um Íslandspóst. Af þessu tilefni telur Samkeppniseftirlitið rétt að koma eftirfarandi á framfæri.

1.7.2019 : Vegna kröfugerðar Eimskipafélags Íslands hf. fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur, vegna yfirstandandi rannsóknar Samkeppniseftirlitsins

Eimskipafélag Íslands hf. hefur greint frá því opinberlega að félagið hafi krafist þess fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur að rannsókn Samkeppniseftirlitsins á hendur félaginu og samstæðufélögum þess verði hætt.

19.6.2019 : Samkeppniseftirlitið samþykkir kaup Öskju á umboði fyrir Honda bifreiðar á Íslandi

Í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 20/2019, sem birt er í dag, eru kaup Bílaumboðsins Öskju ehf. á þeim hluta af rekstri Bernhards ehf. er snýr að umboði fyrir Honda bifreiðar á Íslandi samþykkt.

18.6.2019 : Advania dregur til baka samrunatilkynningu vegna kaupa félagsins á Wise í kjölfar frummats Samkeppniseftirlitsins um skaðleg áhrif samrunans á samkeppni

Samkeppniseftirlitið hefur að undanförnu haft til rannsóknar fyrirhuguð kaup Advania hf. á Wise lausnum ehf. Advania er fyrirtæki sem starfar á breiðu sviði upplýsingatækni og er jafnframt eitt stærsta fyrirtækið á sviði fjárhags-, viðskipta- og bókhaldskerfa á Íslandi. Wise er upplýsingatæknifyrirtæki sem starfar einkum á sviði þróunar, sölu og þjónustu við fjárhagskerfið Microsoft Dynamics NAV.

14.6.2019 : Alvarleg brot Byko á samkeppnislögum staðfest

Landsréttur hefur í dag staðfest að Byko hafi framið alvarleg brot á samkeppnislögum. Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hafði talið 65 mkr. sekt hæfilega en Héraðsdómur Reykjavíkur hafði hækkað sekt Byko í 400 mkr. Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu að sekt Byko skyldi vera 325 mkr.

13.6.2019 : Íslenskur almenningur meðvitaður um mikilvægi virkrar samkeppni

Dagana 30. apríl til 3. maí 2019 framkvæmdi MMR könnun, að beiðni Samkeppniseftirlitsins, um viðhorf almennings til samkeppnisstefnu stjórnvalda og samkeppni í tilteknum atvinnugeirum. Könnunin er sambærileg könnun sem framkvæmdastjórn ESB lét framkvæma í öllum aðildarríkjum sínum.

6.6.2019 : Vegna fréttaumfjöllunar í Fréttablaðinu um söluvirði Lyfju hf.

Í Fréttablaðinu í dag er greint frá því að ríkið, sem seljandi eignarhlutar í Lyfju hafi selt allt hlutafé í Lyfju á meira en milljarði króna lægra verði en Hagar höfðu samþykkt að greiða. Þau viðskipti hafi ekki gengið eftir vegna ógildingar Samkeppniseftirlitsins á kaupunum. Af þessu tilefni er rétt að taka eftirfarandi fram.

23.5.2019 : Samkeppniseftirlitið stofnaðili að alþjóðlegum viðmiðum um rannsóknir samkeppnismála

Alþjóðasamtök samkeppniseftirlita (International Competition Network, ICN), sem Samkeppniseftirlitið er aðili að, eru um þessar mundir að kynna ný viðmið/ leiðbeiningar um meðferð rannsókna hjá samkeppnisyfirvöldum (Framework for Competition Agency Procedures). Er útgáfa viðmiðananna til vitnis um vilja samkeppnisyfirvalda í heiminum að tryggja vandaðar rannsóknir og einsleitni í meðferð mála.

16.5.2019 : Samkeppniseftirlitið ógildir samruna dagvöruverslana á Akureyri og á Reykjanesi

Samkeppniseftirlitið hefur ógilt samruna sem áformaður var með kaupum Samkaupa hf. á tveimur verslunum Basko verslana ehf. á Akureyri og í Reykjanesbæ. Er það mat Samkeppniseftirlitsins að kaupin hefðu raskað verulega samkeppni á þessum tilteknu landssvæðum.

17.4.2019 : Samkeppniseftirlitið heimilar samstarf Eimskips og Royal Arctic Line með skilyrðum sem efla eiga samkeppni í flutningum

Samkeppniseftirlitið hefur í dag veitt grænlenska skipafélaginu Royal Arctic Line A/S og Eimskip heimild til samstarfs sem felur í sér samnýtingu á plássi í áætlunarskipum félaganna. Hefur Samkeppniseftirlitið sett samstarfinu skilyrði sem ætlað er að tryggja samkeppni á markaðnum.

16.4.2019 : Fundur um eftirlitsmenningu á Íslandi - Pistill Páls Gunnars Pálssonar

Í fjölmiðlum í dag er sagt frá könnun sem birt er á vef Viðskiptaráðs Íslands um eftirlitsmenningu á Íslandi. Í morgun tók Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, þátt í opnum fundi þar sem fjallað var um þessi mál.

10.4.2019 : Nýr óháður kunnáttumaður

Samkeppniseftirlitið vekur athygli á því að skipaður hefur nýr óháður kunnáttumaður sem hefur það hlutverk að hafa eftirlit með því að skilyrðum í sátt Samkeppniseftirlitsins við Vodafone sé fylgt eftir. 

1.4.2019 : Samkeppniseftirlitið sýknað af kröfu Símans hf.

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur í dag sýknað Samkeppniseftirlitið af kröfu Símans hf. um að úrskurður áfrýjunarnefndar samkeppnismála verði ógiltur í máli sem varðar einnig Vodafone (Sýn) og Nova.

28.3.2019 : Tilkynning Samkeppniseftirlitsins vegna stöðvunar á rekstri flugfélagsins WOW air

Samkvæmt tilkynningu á vef Samgöngustofu og vef flugfélagsins WOW air morguninn 28. mars 2019 hefur flugfélagið hætt starfsemi. Í því ljósi vill Samkeppniseftirlitið koma eftirfarandi upplýsingum á framfæri til viðkomandi stjórnvalda, hagsmunaaðila og almennings.

22.3.2019 : Betra regluverk fyrir atvinnulífið – opinn fundur um samkeppnismat OECD

Þann 21. mars hélt Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið fund um samstarf stjórnvalda og OECD um samkeppnismat á gildandi regluverki í ferðaþjónustu og byggingastarfsemi.

19.3.2019 : EES í aldarfjórðung – Frjáls samkeppni

Ræða Páls Gunnars Pálssonar, forstjóra Samkeppniseftirlitsins, á fundi Sendinefndar Evrópusambandsins, Alþjóða- og Evrópuréttarstofnunar

Síða 3 af 29