Fréttayfirlit (Síða 3)

Fyrirsagnalisti

16.10.2018 : Kaup Árvakurs hf. og 365 miðla hf. á Póstmiðstöðinni ehf. Samkeppniseftirlitið leitar sjónarmiða vegna framlagðrar tillögu samrunaaðila að skilyrðum vegna samrunans

Samkeppniseftirlitið hefur nú til skoðunar kaup Árvakurs hf. og 365 miðla hf. á Póstmiðstöðinni ehf., en með samrunanum hyggjast samrunaaðilar sameina dreifikerfi sín fyrir dagblöð, tímarit og fjölpóst undir fyrirtækinu Póstmiðstöðinni sem þeir hyggjast reka sem dótturfélag.  

10.10.2018 : Samkeppniseftirlitið veitir Lyfjaauðkenni ehf. undanþágu frá 10. gr. samkeppnislaga

Samkeppniseftirlitið hefur haft til skoðunar beiðni Lyfjaauðkenni ehf. um undanþágu frá 10. gr. samkeppnislaga vegna samstarfs lyfjafyrirtækja um stofnun og starfrækslu félagsins.

19.9.2018 : Vegna fjölmiðlaumfjöllunar í dag um rannsókn Samkeppniseftirlitsins á málefnum tengdum Guðmundi Kristjánssyni

Líkt og tilkynnt var um til kauphallar og birt þar opinberlega í júlí sl., hefur Samkeppniseftirlitið framangreint mál til rannsóknar á grundvelli 17. og 10. gr.samkeppnislaga. Einkum er til skoðunar hvort breytingar hafi orðið á yfirráðum í HBGranda þegar Brim eignaðist verulegan hlut í félaginu í maí sl. Einnig eru til skoðunartengsl fyrirtækja í gegnum eignarhluti og stjórnarsetu Guðmundar sem til staðar voru áþeim tíma eða áður. Rétt er taka skýrt fram að endanleg niðurstaða í framangreindu máli liggur ekki fyrir.

11.9.2018 : Samkeppniseftirlitið heimilar kaup Haga hf. á Olíuverzlun Íslands hf., en setur samrunanum skilyrði til þess að vernda samkeppni á dagvöru- og eldsneytismörkuðum

Samkeppniseftirlitið hefur í dag heimilað kaup Haga hf. á Olíuverzlun Íslands hf. (Olís) og fasteignafélaginu DGV hf. Samruninn er háður skilyrðum sem Samkeppniseftirlitið og samrunaaðilar hafa gert sátt um. Þannig skuldbinda Hagar sig til aðgerða til þess að bregðast við þeirri röskun á samkeppni sem samruninn myndi annars leiða til.

30.7.2018 : Samkeppniseftirlitið heimilar samruna N1 og Festi, en setur samrunanum skilyrði til þess að efla og vernda samkeppni á eldsneytis- og dagvörumörkuðum

Samkeppniseftirlitið hefur í dag heimilað kaup N1 hf. á Festi hf. Samruninn er háður skilyrðum sem Samkeppniseftirlitið og samrunaaðilar hafa gert sátt um. Með skilyrðunum skuldbinda samrunaaðilar sig til aðgerða sem miða að því að efla og vernda virka samkeppni á eldsneytis- og dagvörumörkuðum og bregðast við þeirri röskun á samkeppni sem samruninn myndi annars leiða til.

17.7.2018 : Samkeppniseftirlitið stöðvar gjaldtöku Isavia ohf. á bílastæðum fyrir hópferðafyrirtæki sem aka frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar

Samkeppniseftirlitið hefur í dag tekið bráðabirgðaákvörðun þar sem Isavia ohf. er gert að stöðva tímabundið gjaldtöku á ytri rútustæðum (fjarstæðum) við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Gjaldtakan tók gildi þann 1. mars 2018, í framhaldi af útboði og samningum um nýtingu tveggja hópferðafyrirtækja á stæðum við flugstöðvarbygginguna (nærstæði).

13.7.2018 : Samkeppniseftirlitið leitar sjónarmiða vegna kaupa Samkaupa hf. á 14 verslunum Basko ehf.

Samkeppniseftirlitið hefur nú til rannsóknar samkeppnisleg áhrif samruna vegna kaupa Samkaupa hf. á eignum 14 verslana af Basko verslunum ehf. Þar sem um er að ræða samruna á mörkuðum sem varða almenning miklu hefur Samkeppniseftirlitið ákveðið að óska opinberlega eftir sjónarmiðum almennings og fyrirtækja um áhrif samrunans á samkeppni. 

9.7.2018 : Frummat Samkeppniseftirlitsins vegna kvörtunar Símans hf. yfir háttsemi Ríkisútvarpsins ohf. (RÚV) á auglýsingamarkaði vegna HM í knattspyrnu 

Þann 11. júní sl. barst Samkeppniseftirlitinu kvörtun fyrir hönd Símans hf., vegna háttsemi Ríkisútvarpsins ohf. á auglýsingamarkaði í tengslum við Heimsmeistaramótið í knattspyrnu (HM). Jafnframt bárust Samkeppniseftirlitinu óformlegar ábendingar af sama toga frá öðrum keppinautum RÚV.

3.7.2018 : Samkeppniseftirlitið leitar sjónarmiða vegna framboðinna tillagna Haga að skilyrðum vegna samruna félagsins við Olís og DGV

Samkeppniseftirlitið leitar í dag sjónarmiða vegna framboðinna tillagna Haga hf. að skilyrðum vegna kaupa félagsins á Olíuverslun Íslands hf. og DGV ehf. Hagar telja að tillögurnar séu til þess fallnar að eyða þeim samkeppnishindrunum sem Samkeppniseftirlitið hefur talið að leitt gætu af samrunanum.

28.6.2018 : Vegna misskilnings í bakþönkum Fréttablaðsins

Í bakþönkum Fréttablaðsins í dag, undir fyrirsögninni „ekki svo flókið“, kemur fram sá skilningur höfundar að Hagar og Olís hafi þurft að bíða í 14 mánuði upp á von og óvon á meðan Samkeppniseftirlitið geri upp hug sinn um samruna fyrirtækjanna. Þessu sé öðruvísi farið í Bandaríkjunum, en þar í landi hafi samkeppnisyfirvöld samþykkt 1.500 milljarða króna risakaup Amazon á Whole Foods á aðeins tveimur mánuðum. 

27.6.2018 : Áfrýjunarnefnd samkeppnismála staðfestir mikla yfirburði Forlagsins í bókaútgáfu

Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur í dag í máli nr. 1/2018 staðfest niðurstöðu ákvörðunar Samkeppniseftirlitsins nr. 47/2017 um að hafna beiðni Forlagsins ehf. um að þau skilyrði sem sett voru vegna samruna JPV útgáfu ehf. og Vegamóta ehf. yrðu felld úr gildi

26.6.2018 : Samkeppniseftirlitið leitar sjónarmiða vegna framboðinna tillagna N1 að skilyrðum vegna samruna þess við Festi

Samkeppniseftirlitið leitar í dag sjónarmiða vegna framboðinna tillagna N1 hf. að skilyrðum vegna kaupa félagsins á Festi hf. Telur N1 að tillögurnar séu til þess fallnar að eyða þeim samkeppnishindrunum sem Samkeppniseftirlitið hefur talið að leitt gætu af samrunanum.

15.6.2018 : Vegna fréttar á forsíðu Fréttablaðsins í dag

Í forsíðufrétt Fréttablaðsins í dag er látið að því liggja að tugir manns hafi misst vinnuna hjá Odda prentsmiðju vegna þess að Samkeppniseftirlitið hafi brugðist seint við beiðni um að fella niður skilyrði sem hvíldu á fyrirtækinu. Samkeppniseftirlitið hafnar þessum skilningi. Vill eftirlitið af þeim sökum koma eftirfarandi upplýsingum um málið á framfæri.

 

30.5.2018 : Mjólkursamsalan dæmd til að greiða 480.000.000 kr. í sekt vegna alvarlegra brota á samkeppnislögum

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur í dag dæmt Mjólkursamsöluna (MS) til að greiða sekt vegna misnotkunar á markaðsráðandi stöðu, með því að selja keppinautum sínum grundvallarhráefni til framleiðslu á mjólkurvörum, þ.e. hrámjólk, á hærra verði en MS sjálft og tengdir aðilar (Kaupfélag Skagfirðinga (KS) og dótturfélag þess) þurftu að greiða.

16.5.2018 : Alvarleg brot Byko á samkeppnislögum staðfest og sekt hækkuð

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur í dag staðfest að Byko hafi framið alvarleg brot á samkeppnislögum og hækkað álagða sekt í 400 mkr. Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hafði talið 65 mkr. sekt hæfilega. 

26.4.2018 : Vegna umfjöllunar um niðurstöður og starfshætti Samkeppniseftirlitsins

Þann 25. apríl sl. var á mbl.is birtur útdráttur úr viðtali útvarpsstöðvarinnar K100 við Ara Edwald, ásamt aðgangi að viðtalinu sjálfu. Um var að ræða sömu sjónarmið og Ari setti fram á fundi Viðskiptaráðs Íslands þann 24. apríl þar sem kynntar voru leiðbeiningar um samkeppnisreglur fyrir fyrirtæki.

26.4.2018 : Samkeppniseftirlitið gerir alvarlegar athugasemdir við frumvarp til laga um breytingu á lögum um Íslandsstofu

Samkeppniseftirlitið gerir alvarlegar athugasemdir við þá ráðagerð að undanþiggja Íslandsstofu samkeppnislögum eins og boðað er í frumvarpi til breytinga á lögum um Íslandsstofu

23.4.2018 : Beiðni Gagnaveitu Reykjavíkur ehf. og Mílu ehf. um undanþágu frá samkeppnislögum fyrir lagningu á ljósleiðara

Með ákvörðun nr. 11/2018, hefur Samkeppniseftirlitið heimilað Mílu ehf. (Míla) og Gagnaveitu Reykjavíkur ehf. (GR) að eiga samstarf um lagningu ljósleiðara

23.4.2018 : N1 dregur tilkynningu á samruna við Festi til baka

Samkeppniseftirlitið hefur undanfarið haft til rannsóknar kaup N1 hf. á Festi hf. á grundvelli samrunatilkynningar sem send var eftirlitinu 31. október 2017. Var rannsókn málsins á lokastigi og ákvörðunar að vænta í dag.  
Ekki kemur hins vegar til ákvörðunar í dag, þar sem N1 hefur nú ákveðið að afturkalla samrunatilkynningu sína. 

23.4.2018 : Vegna umfjöllunar fjölmiðla og framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins um rannsókn á sjávarútvegsfyrirtækjum

Að undanförnu hefur verið fjallað um það á opinberum vettvangi að Samkeppniseftirlitið hafi lokið rannsókn á mögulegu samkeppnishamlandi samráði sjávarútvegsfyrirtækja. Þannig birtist frétt á forsíðu Fréttablaðsins þann 27. mars sl. með fyrirsögninni „Sluppu undan rannsókn vegna anna“.

Síða 3 af 27