Fréttayfirlit: 2021 (Síða 2)

Fyrirsagnalisti

3.9.2021 : Tilmæli um að starfsumhverfi einkarekinna og opinberra heilsugæslustöðva verði jafnað

Samkeppniseftirlitið gaf út tilmæli um stöðu einkarekinna heilsugæslustöðva gagnvart ríkisreknum stöðvum árið 2017. Málefni heilsugæslustöðva hafa verið í umræðunni að undanförnu.

3.9.2021 : Sameiginleg yfirlýsing atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis og Samkeppniseftirlitsins um samkeppnismál

Ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og stjórnarformaður Samkeppniseftirlitsins, hafa undirritað uppfærða sameiginlega yfirlýsingu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins og Samkeppniseftirlitsins um samkeppnismál.

2.9.2021 : Ferðaskrifstofa Íslands dregur til baka samrunatilkynningu vegna kaupa félagsins á rekstri Heimsferða og óskar frekari viðræðna um möguleg skilyrði

Samkeppniseftirlitið hefur að undanförnu haft til ítarlegrar rannsóknar fyrirhuguð kaup Ferðafélags Íslands (FÍ) á rekstri Heimsferða. Rannsóknin var á lokastigi en FÍ hefur nú afturkallað samrunatilkynningu sína. 

27.8.2021 : Framkvæmdastjórn ESB rannsakar mögulegt brot á samrunareglum

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur hafið rannsókn á því hvort að líftæknifyrirtækin Illumina og GRAIL hafi brotið í bága við bann samrunareglugerðar Evrópusambandsins við því að samruni komi til framkvæmdar áður en rannsókn er lokið. 

4.8.2021 : Ný efnahagsskýrsla OECD – fækkun samkeppnishindrana getur haft umtalsverð áhrif á íslenskt efnahagslíf

Efnahags- og framfarastofnunin (OECD) birti nýlega skýrslu um íslenskt efnahagslíf. þar eru íslensk stjórnvöld hvött til að innleiða þær breytingar sem lagðar voru til í samkeppnisskýrslunni sem gefin var út á síðasta ári.

12.7.2021 : Samkeppniseftirlitið óskar eftir sjónarmiðum vegna fyrirhugaðra kaupa Nordic Visitor hf. á Iceland Travel ehf., og kaupa AU1 ehf. á Nordic Visitor hf.

Samkeppniseftirlitinu barst tilkynning um samruna vegna kaupa Nordic Visitor hf. (hér eftir „Nordic Visitor“) á Iceland Travel ehf. (hér eftir „Iceland Travel“) annars vegar og kaup AU1 ehf. (hér eftir „AU 1“) á Nordic Visitor hins vegar. Samkeppniseftirlitið kallar hér með eftir athugasemdum og sjónarmiðum allra hagsmunaaðila og annarra sem kunna að vilja tjá sig um samrunann.

12.7.2021 : Samkeppniseftirlitið óskar eftir sjónarmiðum vegna fyrirhugaðra kaupa Marel Iceland ehf. á hlutafé í Völku ehf.

Samkeppniseftirlitinu barst tilkynning um samruna vegna kaupa Marel Iceland ehf., dótturfélags Marel hf., á hlutafé í Völku ehf. Með kaupunum eignast Marel Iceland ehf. 91,6% hlut í Völku ehf. Samkeppniseftirlitið kallar hér með eftir athugasemdum og sjónarmiðum allra hagaðila og annarra sem kunna að vilja tjá sig um samrunann.

30.6.2021 : Töluverð samþjöppun á íslenskum bókamarkaði

Samkeppniseftirlitið hefur birt skýrsluna Markaðsgreining á bókamarkaði. Í skýrslunni er fjallað um markaði fyrir útgáfu og heildsölu bóka á íslensku annars vegar og fyrir smásölu bóka á íslensku hins vegar. Skýrslan er birt til upplýsingar fyrir markaðsaðila sem og aðra áhugasama.

23.6.2021 : Samkeppnismál og sjónvarpsréttindi

Samkeppniseftirlitið birtir bréf um heildsölu og útboð sýningarréttar vegna Ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta.

23.6.2021 : Samkeppniseftirlitið óskar eftir umsögnum vegna samruna Nova, Sýnar og ITP

Samkeppniseftirlitið vekur athygli á því að umsagnarferli markaðsaðila vegna samruna Nova, Sýnar og ITP er hafið. Er þess óskað að umsagnir berist Samkeppniseftirlitinu eigi síðar en 1. júlí nk. á netfangið samkeppni@samkeppni.is

16.6.2021 : Rannsókn Samkeppniseftirlitsins á brotum Eimskips lokið með sátt

Eimskip og Samkeppniseftirlitið undirrituðu í dag sátt vegna rannsóknar á ætluðum brotum Eimskips og Samskipa hf. gegn 10. gr. samkeppnislaga og 53. gr. EES-samningsins. Sáttin felur í sér að Eimskip viðurkennir alvarleg brot og greiðir 1.500.000.000 kr. í stjórnvaldssekt sem rennur í ríkissjóð.

10.6.2021 : Yfirlýsing vegna sáttarviðræðna við Eimskip

Samkeppniseftirlitið hefur hafið sáttarviðræður við Eimskip vegna rannsóknar á ætluðu ólögmætu samráði Eimskips og Samskipa. 

9.6.2021 : Samkeppniseftirlitið óskar eftir sjónarmiðum um samkeppnisvísa

Samkeppniseftirlitið óskar eftir sjónarmiðum um samkeppnisvísa sem eftirlitið hyggst birta með reglulegum hætti. Niðurstöður benda til töluverðrar samþjöppunar og aðgangshindrana.

8.6.2021 : Samkeppniseftirlitið tilnefnt til alþjóðlegra verðlauna

Samkeppniseftirlitið hefur ásamt kollegum sínum á Norðurlöndum verið tilnefnt til „Antitrust Writing Awards 2021“ í flokknum „Best Soft Law“ fyrir yfirlýsingu um samkeppni, samkeppniseftirlit og þróun regluverks á tímum stafrænna markaða. 

3.6.2021 : Samtal um samkeppni: Vel sóttur umræðufundur um meðferð samrunamála

Kynning af fundinum gerð aðgengileg

Þriðjudaginn 1. júní sl. hélt Samkeppniseftirlitið opinn veffund um meðferð samrunamála, en rúmlega 40 manns tóku þátt í fundinum.

1.6.2021 : Rýmkun á heimildum til lyfjaverslunar hefur jákvæð áhrif á hagsmuni neytenda

Sameiginleg afstaða norrænu samkeppniseftirlitsanna til lyfjaverslunar

Samkeppniseftirlitið hefur beint áliti til heilbrigðisyfirvalda þar sem vakin er athygli á nýrri skýrslu um samkeppni á mörkuðum um netverslun lyfja, sem samkeppniseftirlitin á Norðurlöndum hafa gefið út.

25.5.2021 : Samruni Norðlenska, Kjarnafæðis og SAH afurða – Rannsókn málsins og forsendum ákvörðunar gerð ítarlegri skil

Þann 13. apríl 2021 heimilaði Samkeppniseftirlitið samruna Norðlenska matborðsins ehf., Kjarnafæðis hf. og SAH afurða ehf. á grundvelli skilyrða í sátt sem samrunaaðilar gerðu við Samkeppniseftirlitið. Sama dag birti Samkeppniseftirlitið ákvörðun nr. 12/2021 þar sem gerð er nánari grein fyrir rannsókn málsins og þeim skilyrðum sem voru sett samrunanum. 

17.5.2021 : Samtal um samkeppni: Opinn umræðufundur um meðferð samrunamála

Samkeppniseftirlitið boðar til opins veffundar þann 1. júní nk., þar sem öllum áhugasömum er boðið að taka þátt í samtali um meðferð samrunamála og reynsluna af samrunareglum sem settar voru um síðustu áramót. Með þátttöku á fundinum gefst stjórnendum fyrirtækja jafnframt tækifæri til að kynna sér verklag við meðferð samrunamála og hvaða tækifæri þeir hafa til þess að stuðla að skilvirkri málsmeðferð. Fundurinn er sá þriðji í röð umræðufunda um þetta málefni.

17.5.2021 : Samkeppnisstefna styður við nýsköpun

Í vorblaði Vísbendingar – Nýsköpun í brennidepli, fjallar Valur Þráinsson, aðalhagfræðingur Samkeppniseftirlitsins um hvort samkeppnisstefna styðji við nýsköpun.

11.5.2021 : Stjórnunar- og eignatengsl fyrirtækja – verkefni Samkeppniseftirlitsins 2008-2021

Samkeppniseftirlitið hefur birt skýrslu nr. 2/2021, Stjórnunar- og eignatengsl fyrirtækja – verkefni Samkeppniseftirlitsins 2008-2021. Í skýrslunni er gerð grein fyrir megindráttum í störfum eftirlitsins á vettvangi stjórnunar- og eignatengsla frá bankahruni til þessa dags.

Síða 2 af 3