Fréttayfirlit: 2022 (Síða 2)

Fyrirsagnalisti

15.9.2022 : Kaupum Ardian á Mílu sett skilyrði til þess að vernda samkeppni

Samkeppniseftirlitið hefur haft til rannsóknar samruna sem felst í kaupum Ardian France á Mílu af Símanum. Með sátt við samrunaaðila, sem undirrituð var í dag, hefur Samkeppniseftirlitið fallist á kaup Ardian á Mílu.

5.9.2022 : Samruni á laxeldismarkaði áfram til rannsóknar – óskað eftir sjónarmiðum

Mál þetta varðar skipulag laxeldismarkaðar á Íslandi til framtíðar. Í því ljósi er þeim sem þess kjósa gefið færi á koma að skriflegum sjónarmiðum sem skipt geta máli við rannsókn málsins.

Er óskað eftir að slík sjónarmið berist eftirlitinu fyrir 16. september næstkomandi.

29.8.2022 : Samruni Haga og Eldum rétt – Sjónarmiða aflað vegna frummats Samkeppniseftirlitsins og andmæla samrunaaðila

Samkeppniseftirlitið hefur í dag sent helstu hagaðilum bréf, þar sem reifað er frummat Samkeppniseftirlitsins og óskað sjónarmiða um framkomin andmæli samrunaaðila vegna andmælaskjals.

25.8.2022 : Morgunverðarfundur Samkeppniseftirlitsins - Áhrif samkeppni á hagvöxt og launakjör

Samkeppniseftirlitið heldur opinn morgunfund um áhrif samkeppni á hagvöxt og vinnumarkað miðvikudaginn 31. ágúst.

Á fundinum mun Fiona Scott Morton, hagfræðiprófessor við Yale-háskóla í Bandaríkjunum, fjalla um hvernig samkeppni getur eflt hagvöxt og bætt launakjör almennings. Er þetta brýnt viðfangsefni í ljósi þeirra efnahagslegu áskorana sem flest ríki glíma við í dag. 

24.8.2022 : Stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á störfum Samkeppniseftirlitsins

Í dag var birt skýrsla Ríkisendurskoðunar um stjórnsýsluúttekt á Samkeppniseftirlitinu sem ber yfirskriftina „Samkeppniseftirlitið – Samrunaeftirlit og árangur“. Samkeppniseftirlitið leitar sjónarmiða um verkefnaáætlun vegna úttektarinnar.

11.8.2022 : Áframhaldandi sáttarviðræður vegna rannsóknar á kaupum Ardian á Mílu – Fallist á ósk um framlengdan frest

Til þess að skapa ráðrúm fyrir frekari viðræður hefur Ardian í dag óskað eftir því að Samkeppniseftirlitið framlengi frest þess til að rannsaka málið. Eftirlitið hefur fallist á þessa beiðni Ardian.

9.8.2022 : Rannsókn Samkeppniseftirlitsins á kaupum Ardian á Mílu - Hagaðilum gefinn kostur á að setja fram frekari sjónarmið

Mál þetta varðar skipulag fjarskiptamarkaðarins til næstu áratuga og eru því miklir almannahagsmunir í húfi. Í ljósi þessa er þeim sem þess kjósa gefið færi á koma að skriflegum sjónarmiðum. Vegna þess skamma tíma sem eftir er af rannsókn málsins er þess óskað að sjónarmið berist eftirlitinu ekki síðar en kl. 17:00 á morgun, 10. ágúst.

21.7.2022 : Markaðspróf vegna tillagna Ardian að breytingum samninga og skilyrðum í tengslum við kaup á Mílu

Þegar samrunaaðilar leggja fram tillögur að breytingum eða skilyrðum í tilefni af frummati samkeppnisyfirvalda er að jafnaði framkvæmt svokallað markaðspróf (e. market test) á viðkomandi tillögum. Í markaðsprófi felst meðal annars að hagaðilum eru kynntar viðkomandi tillögur og óskað sjónarmiða þeirra.

Með vísan til þessa hefur Samkeppniseftirlitið í dag sent helstu hagaðilum bréf, þar sem reifað er frummat Samkeppniseftirlitsins og óskað sjónarmiða um framkomin sjónarmið samningsaðila og tillögur Ardian í tilefni af sáttarviðræðum.

7.7.2022 : Samkeppniseftirlitið beinir tilmælum til Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhúss um að jafna stöðu fyrirtækja sem eiga í viðskiptum við tónlistarhúsið

Samkeppniseftirlitið hefur í dag beint áliti til Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhúss ohf. Þar eru sett fram tiltekin tilmæli til fyrirtækisins sem ætlað er að jafna stöðu fyrirtækja sem eiga viðskipti við tónlistarhúsið og tónleikahaldara sem bjóða upp á hljóð- og lýsingarbúnað og ýmsa tengda þjónustu.

13.6.2022 : Morgunfundur Samkeppniseftirlitsins í Hörpu - upptaka af fundinum

Morgunfundur Samkeppniseftirlitsins um samspil samkeppni, verðbólgu og kaupmáttar hefst í Björtuloftum í Hörpu í dag. Tilefni ráðstefnunnar er koma aðalhagfræðinga samkeppniseftirlita í Evrópu hingað til lands en Samkeppniseftirlitið heldur árlegan fund þeirra að þessu sinni.

10.6.2022 : Hagar bundnir skilyrðum vegna kaupa á hlutafé í Klasa ehf.

Hagar hafa í dag gert sátt við Samkeppniseftirlitið vegna kaupa félagsins á eignarhlut í fasteignarþróunarfélaginu Klasa ehf. Hin tilkynntu kaup varða kaup Regins og Haga á samtals 60% eignarhlut í fasteignarþróunarfélaginu.

10.6.2022 : Samkeppniseftirlitið veitir Kviku banka heimild til að kaupa færsluhirðingarsamninga úr fórum sameinaðs félags Rapyd og Valitors gegn skilyrðum

Samkeppniseftirlitið hefur lokið rannsókn sinni á kaupum Kviku banka hf. á færsluhirðingarsamningum úr fórum sameinaðs félags Rapyd Financial Network  Ltd. og Valitors hf.

31.5.2022 : Hvernig getur samkeppni nýst í baráttunni gegn verðbólgu og fyrir auknum kaupmætti?

Í tilefni af fundi aðalhagfræðinga samkeppnisyfirvalda í Evrópu í Hörpu heldur Samkeppniseftirlitið opinn morgunfund um samspil samkeppni, verðbólgu og kaupmáttar mánudaginn 13. júní.

23.5.2022 : Samkeppniseftirlitið heimilar samruna Rapyd og Valitors með skilyrðum sem leiða m.a. til þess að Kvika banki haslar sér völl í færsluhirðingu

Samkeppniseftirlitið hefur heimilað samruna Rapyd og Valitors með skilyrðum. Við rekstur málsins brugðust samrunaaðilar við frummati Samkeppniseftirlitsins með því að óska eftir viðræðum um sátt í málinu og leggja til aðgerðir til þess að eyða skaðlegum áhrifum samrunans á samkeppni. 

29.4.2022 : Verðhækkanir og eftirlit með mögulegum samkeppnisbrestum

Á vettvangi Samkeppniseftirlitsins stendur nú yfir upplýsingaöflun sem miðar að því að greina áhrif óhagstæðra ytri aðstæðna á verðhækkanir á lykilmörkuðum.

26.4.2022 : Samruna Ferðaskrifstofu Íslands og Heimsferða sett skilyrði

Samkeppniseftirlitið hefur heimilað kaup Ferðaskrifstofu Íslands á rekstri Heimsferða, á grundvelli sáttar sem samrunaaðilar hafa gert við eftirlitið. Með sáttinni skuldbindur sameinað fyrirtæki sig til þess að grípa til aðgerða sem koma í veg fyrir samkeppnishindranir sem samruninn myndi að öðrum kosti valda.

28.3.2022 : Samtök fjármálafyrirtækja gera sátt við Samkeppniseftirlitið, viðurkenna brot og greiða sektir

Með ákvörðun Samkeppniseftirlitsins er gerð grein fyrir sátt sem eftirlitið hefur gert við Samtök fjármálafyrirtækja (SFF). Í sáttinni viðurkenna SFF brot gegn samkeppnislögum og fyrirmælum sem hvíla á samtökunum á grundvelli eldri ákvörðunar. Hafa SFF fallist á að greiða 20 milljónir kr. í sekt og grípa til aðgerða sem vinna gegn því að brot endurtaki sig.

28.3.2022 : Ársskýrsla Samkeppniseftirlitsins 2021 komin út

Ársskýrsla Samkeppniseftirlitsins fyrir 2021 er komin út. Leitast er við að setja upplýsingar fram á einfaldan og gagnsæjan hátt en í skýrslunni er að finna fjölda hlekkja sem gefa lesanda tækifæri til að kafa dýpra í vissa þætti.

22.3.2022 : Sameiginlegar leiðbeiningar evrópskra samkeppnisyfirvalda vegna áhrifa stríðsaðgerða Rússlands í Úkraínu

Evrópsk samkeppnisyfirvöld hafa birt sameiginlega yfirlýsingu þar sem þau fordæma hernaðaraðgerðir Rússlands gegn Úkraínu, og lýsa yfir fullum stuðningi við Úkraínu og íbúa þess. Samkeppnisyfirvöld eru jafnframt meðvituð um þau efnahagslegu og félagslegu áhrif sem ástandið kann að hafa bæði fyrir Úkraínu og Evrópska efnahagssvæðið.

21.3.2022 : Kaup ríkisins á öllu hlutafé í Auðkenni samþykkt með skilyrðum

Samkeppniseftirlitið hefur heimilað kaup ríkisins á öllum hlutum Auðkenni ehf. á grundvelli skilyrða í sátt sem samrunaaðilar gerðu við Samkeppniseftirlitið. Með sáttinni skuldbinda samrunaaðilar sig til þess að fara að skilyrðum sem miða að því að vinna gegn hugsanlegum skaðlegum áhrifum samrunans á samkeppni.

Síða 2 af 3